Quantcast
Channel: Rokkland
Viewing all 1298 articles
Browse latest View live

Rokkland

$
0
0
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Í Rokklandi er tekin fyrir tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum auk þess sem umsjónarmaður spjallar við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Rokklandið hóf göngu sína á Rás 2 þann 7. október 1995. Ólafur Páll Gunnarsson hafði þá verið tæknimaður á Rás 2 í um fjögur ár. Aðdragandinn var sá að hann kom upprifinn af Glastonbury-hátíðinni á Englandi árið 1995 eftir að hafa verið þar gestur BBC. Hann sá fjöldan allan af hljómsveitum og listamönnum spila: Plant & Page, Pulp, Oasis, Jeff Buckley, PJ Harvey, Verve, Supergrass o.fl. Óli gerði tvo tveggja tíma þætti um Glastonbury-hátíðina (sem á þessum tíma var næstum algjörlega óþekkt fyrirbæri hér á landi) og í kjölfarið kom Rokkland. Þátturinn var 50 mínútur til að byrja með en varð svo tveggja tíma þáttur árið eftir. Þeir skipta þúsundum listamennirnir sem hafa komið við sögu í Rokklandinu á undanförnum 16 árum og þegar þetta er skrifað (24.10.2011) eru þættirnir bráðum 800.

Eldborgarar og aðrir íslandsvinir

$
0
0
Í Rokklandi í dag (15.09.2013) verður boðið upp á eðalmúsík með fólki eins og Nancy Sinatra, Beach Boys, Jonathan Wilson, Mark Lanegan, Pálma Gunnarssyni og Wilco. Pálmi Gunnarsson sem hélt vel heppnaða tónleika í troðfullri Eldborg síðasta laugardagskvöld kemur aðeins við sögu. Tónleikarnir hans voru teknir upp fyrir Rás 2 og við heyrum þá síðar. Og í Rokklandi eftir viku verður Pálmi í aðalhlutverki. Í þætti þessarar viku heyrum líka aðeins í hinum mikla meistara Don Randi sem er píanóleikari og hluti af hinu alræmda "Wrecking Crew", stúdíóbandinu sem spilaði inná allar plöturnar í Los Angeles á sjöunda og áttunda áratugnum með Stevie Wonder, Elvis, Frank Sinatra, Beach Boys og Michael Jackson svo eitthvað sé nefnt. Don Randi spjallaði við Rokkland í fyrra um samstarfið við Brian Wilson og Phil Spector t.d. Bandaríski söngvarinn Mark Lanegan, fyrrum söngvari gruggsveitarinnar Screaming Trees verður með tónleika í Fríkirkjunni 30. nóvember nk (sem uppselt er á) og í Rokklandi heyrum við lög af splunkunýrri plötu frá honum sem kemur út á mánudaginn. Þar syngur hann með sínu nefi lög sem heyrðust í steríóinu á æskuheimili hans. Lög sem Andy Williams, Frank Sinatra og Nancy SInatra sungu í þá daga. Nels Cline heitir hann gítarsnillingurinn sem spilar með bandarísku hljómsveitinni Wilco. Hann var með Yoko Ono á Airwaves 2011 og þar spjallaði hann við Rokkland, t.d. um það hvernig hann endaði í Wilco, þeirri mögnuðu hljómsveit. Danska sækadelíu-rokksveitin Spids Nogenhat kemur líka við sögu, sem og Bandaríkjamaðurinn Jonathan WIlson sem ætlar að spila á Íslandi síðar í haust, en hann sendir frá sér nýja plötu í október og þar aðstoða hann nokkrir vinir. Menn eins og David Crosby og Graham Nash, Roy Harper ofl.

Af litlum neista verður oft mikið bál...

$
0
0
Þorparinn Pálmi Gunnarsson hefur um árabil og rúmlega það verið einn ástsælasti söngvari landsins og hann er gestur Rokklands á morgun (22.09.2013) Pálmi ólst upp á Vopnafirði hjá mömmu sinni og systur umvafinn síld og sjómönnum. Hann fékk Bítlaæði með radio Luxeburg innan við fermingu og byrjaði snemma að spila á gítar, og síðan bassa með hljómsveitum fyrir austan. Hann kom svo í bæinn og sló í gegn kornungur sem Júdas í fyrstu íslensku uppfærslunni á Jesus Christ Superstar fyrir rúmum 40 árum. Skömmu síðar byrjaði hann að syngja með Magnúsi Eiríkssyni og Mannakorn urðu til og eru enn að. Pálmi söng Gleðibankann, fyrsta íslenska lagið sem fór í Júróvision árið 1986. Hann var mikill gleðimaður áður fyrr en gafst síðan upp fyrir bakkusi og sagði skilið við hann. Hann er mikill náttúruunnandi, friðarsinni og veiðimaður eins og kemur fram í bókinni sem hann var að senda frá sér, gengið með fiskum. Til marks um vinsældir Pálma enn þann dag í dag má nefna að á safnplötunni Stuð Stuð Stuð sem Sena gaf út fyrir tveimur árum syngur Pálmi 3 lög af 40, en vorið 2011 stóðu Dr. Gunni og Rás 2 fyrir kosningu þar sem mestu stuðlög þjóðarinnar voru valin og efstu lögin voru gefin út á þessu safni, Stuð, stuð stuð. Og lagið sem er í fyrsta sæti vinsældalista Rásar 2 um þessar mundir er nýjasta lagið hans Pálma; Núna! Íslenska þjóðin er búin að synga með Pálma í 40 ár og hluti þjóðarinnar söng með Pálma á tónleikum í Eldborg í Hörpu fyrir tveimur vikum, lög eins og Samferða, Ó þú, Af litlum neista, Jesús Kristur og ég, Gleðibankinn, Þorparinn, Í kirkju, Hvers vegna varstu ekki kyrr ofl.

Draugar, flugur og Gleðibankinn!

$
0
0
Pálmi Gunnarsson er yfir og allt um kring þessa dagana. Lagið hans Núna er búið að vera í fyrsta sæti vinsældarlista Rásar 2. Safnplatan Þorparinn er ofarlega á listanum yfir söluhæstu plöturnar á íslandi. Hann seldi upp á tónleika í Eldborg á dögunum og bókin hans; Gengið með fiskum fær góða dóma. Pálmi var heiðursgestur í Rokklandi fyrir viku og heldur áfram að segja sögur í fyrri hluta Rokklands þessa vikuna. Hann talar þar um ástina í lífi sínu, um draugagang, talar um veiðar og náttúruvernd, Gleðibankann, Júróvision og margt fleira. Í seinni hluta þáttarins er svo boðið upp á tónleikaupptökur úr Eldborg með Bryan Ferry og svo nýja tónlist með fólki eins og Boy George, Blind Boys Of Alabama, Bonnie Raitt, Jim James, The Strypes og The Civil Wars.

Grænmetisæta í þjónustu Kölska

$
0
0
Hann er grænmetisæta og hefur verið það í meira en 30 ára. Hann heitir Steve Vai og er einn besti gítarleikari rokksögunnar og lék handbendi sjálfs Kölska, gítarleikara sem keppir við holdgerfing hins góða (Ralph Macchio - Karate Kid) í kvikmyndinni Crossroads sem frumsýnd var árið 1986. Og Steve Vai er með tónleika í Silfurbergi í Hörpu næsta föstudagskvöld (11.10.2013) og hann verður á línunni í seinni hluta þáttarins í dag (06.10.2013). Rokkland var á Reeperbahn Festival í Hamborg um síðustu helgi. Þar spiluðu meira en 300 hljómsveitir allstaðar að úr heiminum, en aðallega þó frá Evrópu. Ásgeir Trausti var einn af fáum fulltrúum Íslands og við heyrum aðeins í honum og upptökur frá þýska útvarpinu frá tónleikum hans í Imperial Theatre á Reeperbahn Festival. Nokkrar aðrar sveitir sem spiluðu á hátíðinni koma líka við sögu. T.d. Birth of Joy frá Hollandi og Breton frá London. Bítlarnir koma líka aðeins við sögu enda eru The Beatles frá Liverpool líkast til enn þann dag í dag frægasta hljómsveit Hamborgar. Við heyrum Allan Williams fyrsta umboðsmann Bítlanna segja okkur frá því þegar hann sendi John, Paul, Goerge, Pete Best og Stu Sutcliffe til Hamborgar. George var 16 ára.

Yoko og Jón og stökkur froskur

$
0
0
Þátturinn er að mestu tvískiptur í dag. Í fyrri hlutanum förum við til Kaupmannahafnar og Skagamaðurinn Þórhallur Jónsson (sem er fyrrum fótboltakappi með ÍA og Skallagrími í Borgarnesi og í dag innanbúðarmaður hjá plötuútgáfunni Chruncy Frog Recordings) kynnir fyrir okkur fyrir það sem er að gerast í danskri músík og sér í lagi það sem hans fyrirtæki er að gefa út. Það eru hljómsveitir á borð við Treemolo Beer Gut, Poweroslo, Shiny Darkly sem spilar á Airwaves núna um mánaðamótin, Junior Senior, Thee Attacks sem spilaði á síðustu Airwaves hátíð ofl. Apparat Organ Quartet er líka á mála hjá Crunchy Frog. Einnig kemur danska rokkbandið Helhorse við sögu, en Helhorse spilaði á Eistnaflugi í sumar. Í seinni hlutanum er það svo nýkrýndur heiðursborgari Reykjavíkur, hin átrræða Yoko Ono sem var í borginni í vikunni og tendraði friðarsúluna í Viðey í sjöunda sinn á afmælisdegi Lennons sem hefði orðið 73 ára ef hann hefði lifað. Yoko er full af fjöri og ást og í september kom út enn ein platan með Yoko Ono Plastic Ono band, en á meðal gesta þar eru Lenny Kravitz, Nels Cline gítarleikari Wilco, konan hans, Yuka C. Honda, Questlove, Beastie Boys og margir fleiri snillingar. Platan heitir Take me to the land of Hell. Við spjölluðum aðeins um plötuna, um Lennon og heiðursborgaratitilinn ofl ég og Yoko í vikunni og við heyrum það á eftir. Við heyurm lög af nýju plötunni og líka t.d. lagið Walking on broken glass sem kom út árið 1981 upphaflega, en ný útgáfa af því situr þessa dagana í toppsæti danslista Billboard.

Stingurinn með AC/DC...

$
0
0
Rokkland dagsins fer í að spila lög af nokkrum vel völdum nýjum plötum með ekki svo nýju fólki. Bandaríkjamaðurinn Jonathan Wilson (38) er með tónleika í Kaldalóni í Hörpu 25. nóvember nk. Platan hans nýja sem heitir Fanfare er frábær og kemur við sögu. Sting (62) var að gefa út plötu sínja fyrstu plötu með núju frumsömdu efni í áratug. Platan heitir The last ship og við heyurm lög af henni, en meðal gesta þar eru leikarinn og söngvarinn Jimmy Nail (59) og Brian Johnson (66) söngvari AC/DC. Annar gamall hundur, Peter Gabriel (63) var að gefa út plötuna; And i´ll scratch yours sem er einskonar framhald af plötu sem hann gaf út fyrir 3 árum og heitir I´ll scratch your back. Þar tekur hann lög ýmissa listamanna sem hann dáir og gerir þau að sínum, en á nýju plötunni eru það hinir og þessir aðrir sem taka lögin hans og gera að sínum. Nýja Leaves platan kemur líka við sögu og svo Drangar sem eru þeir Jónas Sigurðsson, Mugison og Ómar Guðjónsson sem fóru hringinn í sumar með Húna með svo góðum árangri að þeir eru búnir að stofna hljómsveit og taka upp plötu sem kemur út eftir nokkra daga. Kanadíska rokksveitin The Sheepdogs kemur einnig við sögu.

Hauslausi Roland og aðrir morðingjar

$
0
0
Í tilefni af Halloween (Hrekkjavöku) sem er næsta fimmtudag verður Rokkland að hluta tileinkað morðballöðum! þeas lögum sem segja sögu af morðum og morðingjum. Halloween eða Hrekkjavaka er 31. október, daginn fyrir allra-heilagra-messu. Halloween kemur frá Keltum og á Halloween eru mörk heima hinna lifandi og hinna dauðu óljósari en aðra daga og þá fara draugar og óvættir á stjá. Það er mikið til af allskyns morð-ballöðum, þeas lögum sem segja sögu af morðum og morðingjum. Á meðal flytjenda sem koma við sögu í þættinum eru Tom Jones, Nick Cave, Megas, Guns´n Roses, Johnny Cash, The Band, Olivia Newton John, Warren Zevon. Í þættinum verður rýnt í textana og uppruna laganna. Kanadíska hljómsveitin The Sheepdogs kemur líka við sögu og nýja Pearl Jam platan sem heitir Lightning Bolt og er 10unda plata sveitarinnar. Nick Cave & Kilye Minogue / Where the wild roses grow Megas / Ástarsaga Ray Parker jr. / Ghostbusters Guns´n Roses / I used to love her Tom Jones / Delilah Olivia Newton John / Banks of the Ohio The Band / Long black veil Warren Zevon / Roland the headless Thompson gunner Iron Maiden / KIllers Johnny Cash / Folson prison blues Neil Young & Crazy Horse / Down by the river The Sheepdogs / Laid back The Sheepdogs / I need help The Sheepdogs / I feel good Elvis Costello feat. Steve Nieve / Tender moments Manic Street Preachers / Anthem for a lost cause Pearl Jam / Sirens Pearl Jam / Getaway Pearl Jam / Pendulum Pearl Jam / Mind you manners Pearl Jam / Future days Thea Gilmore / Beautiful day (This is how you find the way) Peter Gabriel / Street spirit ? fade out Lefty Frizzell / ???

Airwaves 2013 Best of útvarps

$
0
0
Já orðið í dag er Airwaves ? Iceland Airwaves sem fór fram núna um helgina í 15. Sinn! Borgin hefur hreinlega iðað af tónlist síðan snemma í síðustu viku með allskyns tónlist hér og þar. Á kaffihúsum, í verslunum og hinum og þessum stöðum ? svokölluð „off venue“ dagskrá á tugum staða auk „aðal“ dagskrárinnar sem fór fram á helstu tónleikastöðum borgarinnar. Í Hörpu í öllum sölum, í Iðnó, Listasafninu, Gauknum, Gamla bíói og fleiri stöðum. Rás 2 var á staðnum eins og undanfarin 14 ár og tók upp fjölda hljómsveita og tónleika. Við vorum á tveimur stöðum á kvöldi og tókum upp í það heila rúmega 40 tónleika og við heyrum tóndæmi frá hluta þeirra hérna í dag. Upptökur með t.d. Leaves, Mammút, Ojba Rasta, Lay Low, Snorra Helgasyni, Valdimar, Samaris, Retro Stefson ofl. Í þættinum er svo rætt við fólk eins og Emiliönu Torrini, Ira Kaplan forsprakka bandarísku hljómsveitarinnar Yo La Tengo, Kidda Kanínu, Kidda plötusala í Smekkleysu, Lay Low, Huw Stevens útvarpsmann hjá BBC Radio one, Samúel J. Samúelsson, Ingu sem var vert á NASA og Dr. Gunna. Hér er lagalistinn: Leaves / Oceans (Airwaves 2013 - Rás 2) Ojba Rasta / Einhvernvegin svona (Airwaves 2013 - Rás 2) Mammút / Salt (Airwaves 2013 - Rás 2) Samaris / (Airwaves 2013 - Rás 2) Lay Low / Please don´t hate me (Airwaves 2013 - Rás 2) Emiliana Torrini / Sunny road Snorri Helgason / Summer is almost gone (Airwaves 2013 - Rás 2) Yo La Tengo / Little Honda Yo La Tengo / Ohm Yo La Tengo / Cornelia and Jane Valdimar / ónefnt (Airwaves 2013 - Rás 2) Samúel J. Samúelsson Big Band / Afróbít Prins Póló / Niðra strönd (Airwaves 2013 - Rás 2) Retro Stefson / Qween (Airwaves 2013 - Rás 2)

Bara aðdáandi einsog allir aðrir...

$
0
0
Já það segir tónlistarblaðamaðurinn og gagnrýnandinn David Fricke um sjálfan sig í Rokklandi á morgun. David sem er einn virtasti tónlistarblaðamaður og gagnrýnandi heims, skrifar fyrir Rolling Stone, var á meðal erlendu gestanna á Iceland Airwaves um síðustu helgi. Þar eignaðist hann nýja uppáhalds hljómsveit sem heitir Grísalappalísa. Hann ferðaðist með Rolling Stones í síðasta túr og líka með Bruce Springsteen og tók fjölda viðtala við Lou Reed yfir langt tímabil. Og minnstu munaði að hann kæmist ekki hingað til Íslands um helgina vegna stórrar greinar sem hann var að skrifa um Lou Reed, en hann lést 27. október sl. Hér er grein sem David Fricke skrifaði fyrir Rolling Stone um upplifun sína á Airwaves 2013: http://www.rollingstone.com/music/blogs/alternate-take/searching-for-the-next-big-local-thing-at-iceland-airwaves-20131107 Óli Palli mun minnast Lou Reed í þættinum og þar heyrist líka brot úr viðureign Svanhildar Hólm Valsdóttur núverandi aðstoðarmanns fjármálaráðherra en þáverandi starfsmanns Kastljóss við Lou, en hún fór á fund hans fyrir hönd þjóðarinnar daginn fyirr tónleika hans í Laugardalshöll í ágúst 2013. The Ramones / Rockaway beach The Ramones / Rock´n roll highschool The Velvet Underground / Heroin Sykurmolarnir / Ammæli Jakobínarína / Hisl lyrics Grísalappalísa / Lóan er komin Bruce Springsteen / We take care of our own Patti Smith / People have the power Rolling Stones / One more shot Jimi Hendrix / Voodoo chile Velvet Underground / Sweet Jane Velvet Underground / Waiting for the man Dion & The Belmonts / Runaround Sue Velvet Underground / Sunday morning Lou Reed / Satellitie of love Lou Reed / Caroline says II Lou Reed / Dirty blvd. Lou Reed / Paranoia in the key of A Lou Reed / Walk on the wild side The Velvet Underground / All tomorrows parties Lou Reed / Edgar Allan Poe Lou Reed / Perfect day Lou Reed / Romeo had Juliet

Færeyjar og Yes

$
0
0
Gestir Rokklands á morgun eru annarsvegar Kristinn Sæmundsson kenndur við plötubúðina Hljómalind, og hinsvegar Jon Anderson fyrrum söngvari progg-rokksveitarinnar Yes. Jon Anderson söng með Todmobile í Eldborg í Hörpu á föstudagskvöldið og gerði það með glæsibrag. Eldborgin var fullsetin og flókin tónlist Yes var ótrúlega vel flutt af Todmobile og orkhestru sem Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson stjórnaði. Jon Anderson og Þorvaldur heimsóttu Rokkland í Efstaleitið fyrir helgi og Óli Palli spurði Jon út í tónlistina, ferilinn með Yes ofl. Hustið og þér munið heyra. Kiddi Kanína er einn merkasti plötusali sem Ísland hefur alið að sér. Hann lagði árar í bát fyrir áratug þegar plötubúðin hans Hljómalind, sem hafði gríðarlega jákvæð áhrif á tónlistarlíf borgarinnar í langan tíma, lokaði. Kidda var boðið til Færeyja um síðustu helgi á tónlistarhátíðina Hoyma og hann segir frá henni og kynnir nýja færeyska tónlist sem heillaði hann i Færeyjum. Marius Ziska / Love Budam / The man who knows everything Laila Av Reini / Freaks Benjamin / Post war Pétur Pólsson / Alt sum melur Byrta / Loyndarmál 200 / Vit love skuldu land byggja Yes / Heart of the sunrise Todmobile & Jon Anderson / Wings of heaven Todmobile / Pöddulagið Todmobile / Woodoman Yes / Roundabout The Police / Spirits in the material world Paul McCartney / It´s only a paper moon Jon & Vangelis / I´ll find my way home Yes / Into the storm Yes / Owner of a lonely he

Jonathan Wilson í Reykjavík

$
0
0
Bandaríski tónlistarmaðurinn Jonathan Wilson er kominn til landsins og heldur tónleika í Hörpu á mánudagskvöld. Óli Palli hitti Jonathan á Kex og ræddi við hann um listina og lífið, ferilinn, plöturnar og vini hans og samstarfsfélaga á borð við Graham Nash, David Crosby, Roy Harper og Jackson Browne. Í þættinum koma líka fleiri Bandarískir tónlistarmenn við sögu, fólk og sveitir eins og Son Volt, Patti Griffin, Mazzy Star, og The Head And The Heart sem sendu öll nýlega frá sér plötur. Mazzy Star / In the kingdom Mazzy Star / Fade into you Mazzy Star / Common burn Mazzy Star / Seasons of your day Patty Griffin / Don´t let me die in Florida Katie Melua / The love i´m frightened of The Head And The Heart / Homecoming heroes The Head And The Heart / Another story The Head And The Heart / Shake Son Volt / Hearts and minds Son Volt / Down the highway Jonathan Wilson / Canyon in the rain Jonathan Wilson / Fanfare Jonathan Wilson / New Mexico Jonathan Wilson / Desert trip Jonathan Wilson / Future Vision Jonathan Wilson / Cecil Taylor Jonathan Wilson / Love to love Jonathan Wilson / Desert raven

900 sinnum Rokkland

$
0
0
Þessi þáttur í dag (1. des 2013) er dálítið merkilegur og ekki bara vegna þess að bæði Rás 2 fagnar 30 ára afmæli sínu í dag, heldur vegna þess að Rokklandið á líka afmæli í dag, þetta er 900-asti þátturinn! Rokkland hefur verið á dagskrá Rásar 2 í hverri einustu viku (svona næstum því), þátturinn hefur fallið niður einstaka sinnum þegar mikið hefur gengið á í fótbolta eða handbolta, þegar hafa verið beinar útsendingar frá landsleikjum. En fyrir utan það hefur Rokklandið verið á sínum stað frá 1995 um haustið. Þátturinn var fyrst á laugardögum en svo á sunnudögum lengst af. Og í þessum 900-asta þætti ætla ég að bjóða upp á brot úr nokkrum af þessum 899 þáttum sem eru búnir, rifja upp eitt og annað sem stendur uppúr á einn eða annan hátt. Þetta er ekki endilega BEST OF, ég hef því miður ekki aðgang að öllum þáttunum, en þó flestum vegna þess að ég hef reynt að geyma þá alla á einhverju formi en þegar Rokkland fór af stað á sínyum tíma var það regla frekar en hitt að dagskrárefni Rásar 2 var eytt þegar búið var að koma því í loftið, en það eru sem betur fer breyttir tímar hjá RÚV í dag. Og í þessum þætti heyrast nokkur skemmtileg brot frá liðnum árum. Við rifjum upp heimsóknir nokkurra erlendra stjarna til landsins, stjarna á borð við Bryan Ferry og John Fogerty. Heyrum Björk tala um Biophiliu. Utangarðsmenn fyrir 13 árum tala um gömlu dagana, heyrum í Muse á Glastonbury 2000 og Willie Nelson líka. Rifjum upp þegar Of Monsters And Men sigruðu í Músíktilraunum, heyrum í Ásgeiri Trausta þegar hann heimsótti Rokkland fyrst, heyrum í Bono söngvar U2 og Björk og Árni Matt tala um Bono. Mick Jones gítarleikari Clash kemur við sögu, James Taylor verður á línunni og við förum á rúntinn með Eivöru. Björgvin Halldórsson kemur í heimsókn og heimsókn Rokklands til Bítlaborgarinnar Liverpool fyrir nokkrum árum er rifjuð upp.

Oasis enn einu sinni...

$
0
0
Já Oasis kemur við sögu í Rokklandi á morgun (08.12.2013) en í þeim þætti verða rifjuð upp ýmis brot úr gömlum þáttum. Oasis brotið er úr þætti númer 46 og frá árinu 1996 en þátturinn þessa vikuna er númer 901 í röðinni. Tækifærið var notað í síðasta þætti (900) til að rifja upp eitt og annað úr Rokklands-sögunni og þátturinn á morgun einskonar framhald. Á meðal þeirra sem koma við sögu eru auk Oasis; Jónsi, Richard Hawley, Patti Smith, Egill Ólafsson, Radiohead, Sinéad O´Connor, Chris Cornell, Coldplay, Sálin Hans Jóns Míns, Emiliana Torrinni, David Sylvian, Ralph Molina (Crazy Horse), Iggy Pop og AC/DC svo eitthvað sé nefnt.

Sleðaferð um öræfi með John Grant

$
0
0
Í Rokklandi morgundagsins (15.12.2013) segir Hallur Ingólfsson frá plötunni sinni Öræfi, en öræfi er ósungin (instrumental) plata og lögin heita t.d: Eyði, Skörð, Skriður og Drangar. Það heyrist líka eitthvað af nýrri og nýlegri músík, eitthvað gott sem stendur uppúr eftir árið. Rykið verður dustað af plötu sem kom út árið 1970, fjórðu plötu hljómsveitarinnar goðsagnakenndu The Velvet Underground. Platana heitir Loaded og var síðasta plata sveitarinnar þar sem hinn ný-látni Lou Reed kom við sögu. Og við heyrum svo nokkur lög af nýrri jólaplötu frá Bandarísku tónlistarkonunni Jewel, plötunni Let is snow. Og einhver fleiri jólalög koma til með að heyrast, lög sem hlustendur hafa líkast til aldrei heyrt áður. John Grant kemur líka aðeins við sögu, en platan hans Pale Green Ghosts er að margra mati ein af allra bestu plötum ársins 2013.

JólaBítl og jólaBó

$
0
0
Rokkland verður í jólafötunum í dag. Það verður sérstakur fókus á Bítla-jól í fyrri hluta þáttarins, en Bítlarnir tóku upp jólakveðjur og sendu aðdáendum sínum á plötum á sínum tíma frá 1963 - 1969 og við heyrum brot af því í þættinum og svo jólalög sem þeir John, Paul, George og Ringo hafa gert. Já og Yoko. Jólagestir Björgvins koma svo við sögu í seinni hluatnum. Rokkland var í Laugardalshöllinni síðasta laugardag og spjallaði við nokkra af gestum Björgvins; Eivöru, Röggu Gísla, John Grant og Björgvin sjálfan auðvitað. VIð heyrum það auðvitað og heyrum upptökur Björgvins sjálfs frá tónleikunum sem hann lánaði Rás 2 til að útvarpa í þetta eina skipti. Þar á meðal er dúett þeirra Björgvins og John´s Grant þar sem þeir syngja White Christmas. John og Eivör syngja Blue Christmas.

Rokk er betra en fúll-tæm djobb...

$
0
0
Í síðasta Rokklandi ársins verða rifjuð upp brot úr þáttum ársins og ýmsir sem koma við sögu. Við heyrum í Jonathan Wilson á KEX, David Byrne verður í símanum, Kobbi Magg og Egill Ólafs sem urðu sextugir á árinu tala og tala. Nick Cave sem spilaði á ATP í Keflavík í sumar verður á línunni og Anna Von Hausswolf sem spilaði á Eurosonic og Airwaves segir frá sjálfri sér. Við komum auðvitað líka við á Airwaves og heyrum í Mammút, einum helsta útvarpsmanni BBC Radio One, Kidda Kanínu, og Ira Kaplan söngvara og gítarleikara Yo La Tengo sem spilaði einmitt á Airwaves... Við heyrum í Pálma Gunnarssyni og rifjum upp úrslit Músíktilrauna þegar hljómsveitin Vök sigraði og heyrum í annari sigursveit Músíktilrauna sem heitir Of Monsters And Men og hélt vel heppnaða heimkomutónleika eftir 18 mánaða sigurför um heiminn í ágúst, í Garðabænum á Vífilstaðatúni.

Bono - loddari eða dýrlingur?

$
0
0
Þeirri spurningu svarar fólk eins og Björk, Magni, Arnar Eggert Thoroddsen, Gummi úr Sálinni hans Jóns míns og Andrea Jónsdóttir í fyrsta Rokklandi ársins 2014. Þátturinn er að hluta endurunninn upp úr þætti sem var á dagskrá í september 2009 þegar síðasta plata sveitarinnar; No line on the horizon kom út, en ástæðan er óvænt heimsókn Bono til Íslands um áramótin eins og frægt er orðið. Þau Björk, Magni, Arnar Eggert, Gummi og Andrea segja líka skoðanir sínar á ýmsu sem tengist þessari merku hljómsveit sem hefur starfað óslitið með sömum fjóru mönnunum í næstum 40 ár. Þeir Bono, The Edge, Adam Clayton og Larry Mullen sem skipa U2 láta líka í sér heyra í þættinum og þetta er eitthvað sem enginn aðdáandi U2 ætti að láta fram hjá sér fara. Einnig verða spiluð nokkur lög af nýju Prefab Sprout plötunni; Crimson-Red sem kom út síðasta haust.

Anna og Springsteen...

$
0
0
Anna Hildur Hildibrandsdóttir framkvæmdastjóri NOMEX (Nordic Music Export) segir frá nýju skemmtilegu fyrirbæri sem heitir Nordic Playlist (norræni spilunarlistinn), en markmið hans er að kynna nýja norræna tónlist. Nordic playlist var hleypt af stokkunum í vikunni. Bruce Springsteen var að senda frá sér 18. hljóðversplötuna. Hún heitir High Hopes og hefur fengið fína dóma. Tom Morello gítarleikari Rage Against The Machine er í stóru hlutverki á plötunni sem verður kynnt í Rokklandi á sunnudaginn.

Ekki Eurovision, heldur Eurosonic..

$
0
0
Rokkland verður helgað Eurosonic tónlistarhátíðinni í sem fór fram í Groningen í Hollandi í vikunni og um helgina. Okkar maður á svæðinu var Matthías Már Magnússon Popplandsprins, og hann leiðir okkur í gegnum hátíðina. Hann fylgdist með því sem fram fór og sá alla íslensku listamennina spila, en þeir voru 6 talsins og Ásgeir Trausti líkast til þekktastur. Ásgeir hlaut EBBA verðlaunin í ár en þeir voru afhent á hátíðinni með viðhöfn í beinni útsendingu í útvarpi, Youtube og í sjónvarpi víða í Evrópu síðasta miðvikudag. Á Eurosonic spiluði líka Sísí Ey, Hermigervill, Berndsen, The Vintage Caravan og Oyama. Allt þeta fólk kemur við sögu í þættinum, Matti spjallaði við allt þetta fólk um helgina. Við heyrum líka tónlist með fjölmörgum hljómsveitum og listamönnum sem komu fram á hátíðinni, bæði íslendingunum og öðrum risandi stjörnum frá Evrópu. Grímur Atlason framkvæmdastjóri Iceland Airwaves var líka á svæðinu sem og Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útón og þeir koma báðir við sögu í þættinum. Líka vinningshafarnir í Eurosonic leik Rásar 2, sem hátíðin í samstarfi við Rás 2 bauð á hátíðina. Það eina sem fólkið þurfti að gera var að setja þrjá krossa í box á RUV.is fyrir jól.
Viewing all 1298 articles
Browse latest View live