Rokkland hefur lengi verið með Steven Wilson í sigtinu en nú er komið að því og tilefnið er að hann kom nýjustu plötunni sinni, To the Bone, sem kom út 18. ágúst sl. í þriðja sæti breska vinsældalistans á neðan Ed Sheeran var í fyrsta og safnplata með Elvis í öðru. Nýjasta platan hans er semsagt ein mest selda plata heims í dag. Engin af plötum hans hafa náð þessum árangri þrátt fyrir að hann eigi sér eldheita aðdáendur um allan heim eftir að hafa sent frá sér ógrynni platna á rúmlega 30 ára ferli. Á þessari plötu er poppslagarinn Permanating sem hefur notið talsverðra vinsælda víða um heim, og líkast til er það lagið sem er fyrst og fremst að selja plötuna. To the Bone náði fjórða sæti vinsældalistans í Sviss í síðustu viku, - öðru sæti í þýskalandi og fór alla leið á toppinn í Finnlandi. Steven Wilson er fæddur árið 1967 í London en flutti 6 ára með foreldum sínum til Hemel Hempstead í Hertfordskíri. Það var á jólunum þegar hann var 8 ára sem allt breyttist. Foreldrar hans gáfu hvort öðru plötur í jólagjöf og Steven litli tók miklu ástfóstri við þær báðar. Pabbinn fékk Dark Side of the Moon með Pink Floyd frá mömmu, og mamma fékk Love to love you Baby með Donnu Summer frá pabba. Hann hefur sagt sjálfur að þessar tvær plötur hafi haft gríðarleg áhrif á sig og alla sína músík. Þegar Steven var 19 ára gamall gaf hann út sína útgáfu af gamla Donovan laginu Colours undir nafninu No-Man. Lagið var valið "lag vikunnar" í Melody Maker og í kjölfarið nældi hann sér í plötusamning við One Little Indian sem er helst þekkt fyrir samstarf sitt við Björk, hefur gefið út allar hennar plötur og líka Sykurmolana og í seinni tíð Ólöfu Arnalds og Ásgeir Trausta. Auk þess að gera plötur undir eigin nafni og 10 plötur með hljómsveitinni sinni Porcupine Tree hefur hann verið duglegur að endurhljóðblanda helstu meistaraverk progg-rokksins. Hann hefur semsagt verið beðinn um að fara yfir gamlar upptökur og gera plötur King Crimson, Yes, Jetro Tull, Caravan, E.L.P. og Gentle Giant t.d. betri fyrir endurútgáfu og stafræna dreifi
↧